KKÍ samningur og leikmannamál I.E. deildarinnar.

KKÍkall1

Vill endilega óska KKÍ og Skeljungi til hamingju með gerða samninga í dag sem virkilega eiga eftir að hjálpa landsliðsstefnu Íslands til framtíðar, enda hefur bágur fjárhagur Körfuknattleikssambands Íslands reynst mörgum landsliðsverkefnunum fjötur um fót, enda þurftu a.m.k. 2 sterkir landsliðsmenn að draga sig út úr landsliðsverkefnum í vetur sökum fjárhagsaðstæðna.
  Það er líka frábært fyrir íslenzkan körfuknattleik að fá svona sterkan styrktaraðila inn í myndina, því að lengi vel hefur körfuboltinn þurft að þjást, ekki einungis vegna skorts á styrktarfé heldur einnig vegna sterkrar stöðu knattspyrnunnar og fortíðardýrkunnar RÚV, sjónvarps allra landsmanna á Handboltanum Shocking

Ég vona bara að bjartsýnin sem myndaðist við samningana í dag fylgi landsliðinu okkar til leiks við Georgíu á morgun, leiks sem ég væri mikið til í að fara á, en get ekki sökum veikinda minna vegna skæðrar magaveirusýkingar Sick

En eitthvað virðist mörgum liðum Iceland Express-deildar karla ætla að reynast erfitt að klára að styrkja sinn leikmannahóp!!!

Keflavík var búið að tryggja sér krafta Úkraníumannsins Denis Ikolevs en hann ákvað að ferski sjávargusturinn í Keflavík væri ekki nógu kaldur fyrir sig og hélt til Rússaveldis.   

Njarðvík var búið að tryggja sér hinn unga framherja Joe Webb, en hann sá að grænna gras úti í heimi væri heillavænlegra fyrir sína körfuboltaframtíð heldur en grænir búningar Njarðvíkurstórveldisins.

ÍR var búið að tryggja sér reynslu hins ógnarstóra Kósóva Nedzad Spahic, en auðæfi Dúbæskra svartolíuiðnjöfra heillaði hann víst þónokkuð meira en sældarlífið í Seljahverfinu.

Snæfell missti svo meistara Magna Hafsteins út úr hópnum vegna persónulegra mála.

Og Skallagrímur hefur enn ekki gert samning við annan Bosmann, þó svo að sögur fari fjöllunum hærra um hina ýmsustu leikstjórnendur. Veit það bara fyrir víst að þau mál skýrast á allra næstu dögum.

Mér er spurn vegna ofangreindra liða, þ.e.a.s. Keflavíkur, Njarðvíkur og ÍR, hvort að ekki þurfi bara að endurskoða hið umdeilda launaþak. Þó svo að launaþakið hafi verið gott og gilt framtak á sínum tíma, þá virðist það vera barn síns tíma, því að í óspurðum fréttum virðast fáir fara 100% eftir reglum þess og spurning hvort að KKÍ fari ekki bara að treysta sínum aðildafélögum fyrir sínum eigin fjármálum, því að lið úti í heimi virðast frekar heilla margan sterkan leikmanninn frekar en hin lágu laun á Íslandi??!!!

Þangað til næst.....

Skallinn


Hvað er að gerast með Boston Celtics?

James Posey

Mér er bara spurn hvað er að gerast með mitt gamla heimabæjarlið Boston Celtics? Mætti halda að þeir væru komnir með Baugur Group, Actavis og allar peningamaskínurnar á bakvið sig!!
  Fyrst losa þeir um taumana og læða ákveðnum póstum í burtu sem ekkert voru að gera fyrir þá, svo drafta þeir ágætlega, t.d. Glen "Big Baby" Davis frá LSU, sem er með eitt "softest touch" hjá stórum manni sem ég hef lengi séð og Brandon Waalace frá South Carolina Uni.
  Svo pikka þeir upp eina bestu "natural" skyttu deildarinnar í Ray Allen, en í Boston er hann kominn hálfpartinn heim, en hann er fyrrum hetja University of Connecticut, sem er í næsta fylki við Massachusetts.

Þarnæst er röðin komin að einu stærsta "sign-and-trade" í langan tíma hjá Boston Celtics, þegar að Kevin Garnett gengur til liðs við Celtics. Allt í einu eru Beantown Greens orðnir eitt mesta powerhouse í austurdeild NBA, með gaura á borð við Paul Pierce, Ray Allen, Rajon Rondo, Scot Pollard, Eddie House og Kevin Garnett.

En var Boston búið á leikmannamarkaðinum?

Nei, svo sannarlega ekki, því í dag kynntu þeir til leiks James Posey, sem þeir nældu í frá Miami Heat. Posey mætti á æfingasvæði Celtics í Waltham í dag og var kynntur þar til leiks fyrir leikmönnum liðsins, fréttamönnum og aðdáendum. Á fingri bar drengurinn meistaratitilshring sinn er hann vann með Miami fyrir um ári síðan.
 Aðspurður hvort að hann myndi sýna hinum 3 súperstjörnunum hjá liðinu sem ekki hafa unnið titil, Garnett, Pierce og Allen, meistarahringinn, þá svaraði hann: "Það er möguleiki á að ég sýni hann einu sinni í viðbót, bara til að sýna strákunum hvað það er sem þeir eru að spila fyrir"!!!

Nokkuð ljóst er það að þetta er mottó sem ég vill hafa fyrir mínum mönnum í Skallagrím, því í vetur á aðeins eitt takmark að vera hjá þeim og það er að ná sér í titla, eða a.m.k. einn titil Wink

Einnig var annað skemmtilegt pick í NBA í vikunni, þegar að Orlando Magic tóku gamla Colgate centerinn Adonal Foyle inn í sínar raðir frá Golden State. En það er nokkuð ljóst að þar styrktu Orlando-menn sitt frontcourt, því að Foyle er geysisterkur varnarmaður og mikill skotblokkari og á eftir að hjálpa Dwight Howard mjög mikið.

Skallinn


Jæja, þá er meistarinn mættur á Moggabloggið!!!

Nú er það spurningin um að vera svolítið duglegri við þetta blogg en önnur sem á undan hafa farið.

Svo að ég fari nánar ofan í saumana á því sem ég ætla að skrifa hérna, þá eru það aðallega íþróttir og þá helst körfuboltinn, enda er undirritaður annálaður körfuknattleiksaðdáandi, einnig bara hið daglega líf og svo lukkudýrahannanir mínar.

Ég læt þetta duga í bili.

Skallinn


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband