Skallinn er stoltur í dag!!!!

Eins og kunngjört hefur verið, hefur hróður Skallans borist víða og ómar nafn hans af vörum 3ju hverrar manneskju í hinum ýmsustu uppsveitum og útkjálkum, fyrir það eitt að hafa hannað veigamikla og gríðalega dannaða körfuknattleiksbúninga á 2 Úrvalsdeildarlið, Skallagrím og Keflavík.

Skallarnir tóku af skarið um daginn og spiluðu í sínum grænu búningum og þóttu þeir bera af hvað fagurfræði álítur, sem og að hinir fögru litir grænn og gulur báru af hvað hreinleika varðar, en þetta ku vera með fallegustu grænu og gulu litum sem Skallagrímsbúningur hefur borið.
  Búningar þessir státuðu líka af ýmsum nýjungum og eru ekki eins og búningar eru oftast nær. T.d nýju aukalógói Skallagríms, sem prýðir bæði buxur og aftan á keppnistreyjunni.
 Og í kvöld, munu þeir svo státa af hinum nýju gulu búningum sínum gegn Snæfelli. Og verður fróðlegt á það að líta.

55461_TorleifurOlafssonvsSkallNov07jbo

Keflavík, tók sig svo til og spilaði í sínum nýju búningum í gær á móti Stjörnunni, og eru þeir búningar líka svona gríðarlega flottir. Þeir eru líka fyrir utan formúluna, og eru mun meira öðruvísi en flestir búningar hafa verið hingað til. Keflvíkingar í það minnsta voru yfir sig ánægðir og ef þeir eru ánægðir, þá er ég ánægður.
 Þeir ætla svo að sporta þeim hvíta á sunnudaginn á móti Hamri heima í Keflavík.

55617_KefStjarnan200708bilde

Skallinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband