Færsluflokkur: Bloggar

Hugmyndir að Þórsbúningum og Tindastólsbúningum.

Hef aðeins verið að leika mér að því að´hanna búninga fyrir frændur mína á Akureyrinni, vildi leyfa ykkur að njóta þeirra ávaxta með mér:

 Þór1Þór2Þór3Þór4Þór5Þór6þór7Þór8Þór9Þór10Þór11Þór-Upphitunartreyja1Þór-Upphitunartreyja2

 

Og Tindastóll:

Tindastóll1Tindastóll2Tindastóll3Tindastóll4Tindastóll5

Með kveðju
Skallinn


Skallinn er stoltur í dag!!!!

Eins og kunngjört hefur verið, hefur hróður Skallans borist víða og ómar nafn hans af vörum 3ju hverrar manneskju í hinum ýmsustu uppsveitum og útkjálkum, fyrir það eitt að hafa hannað veigamikla og gríðalega dannaða körfuknattleiksbúninga á 2 Úrvalsdeildarlið, Skallagrím og Keflavík.

Skallarnir tóku af skarið um daginn og spiluðu í sínum grænu búningum og þóttu þeir bera af hvað fagurfræði álítur, sem og að hinir fögru litir grænn og gulur báru af hvað hreinleika varðar, en þetta ku vera með fallegustu grænu og gulu litum sem Skallagrímsbúningur hefur borið.
  Búningar þessir státuðu líka af ýmsum nýjungum og eru ekki eins og búningar eru oftast nær. T.d nýju aukalógói Skallagríms, sem prýðir bæði buxur og aftan á keppnistreyjunni.
 Og í kvöld, munu þeir svo státa af hinum nýju gulu búningum sínum gegn Snæfelli. Og verður fróðlegt á það að líta.

55461_TorleifurOlafssonvsSkallNov07jbo

Keflavík, tók sig svo til og spilaði í sínum nýju búningum í gær á móti Stjörnunni, og eru þeir búningar líka svona gríðarlega flottir. Þeir eru líka fyrir utan formúluna, og eru mun meira öðruvísi en flestir búningar hafa verið hingað til. Keflvíkingar í það minnsta voru yfir sig ánægðir og ef þeir eru ánægðir, þá er ég ánægður.
 Þeir ætla svo að sporta þeim hvíta á sunnudaginn á móti Hamri heima í Keflavík.

55617_KefStjarnan200708bilde

Skallinn


Hvað er þetta með blaðamenn???

Mark Huges er eigi knattspyrnustjóri Bolton, heldur Blackburn. Þó að liðin byrji á sama staf, þá er það algjörlega óþarfi að halda annað liðið hitt. Þetta er eins og að rugla saman Manchester United og Middlesbrough Wink

En annars gott hjá kauða, Blackburn endar í 4 sæti Cool


mbl.is Rooney og Hughes bestir í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég nánast gæti ekki orðið reiðari og pirraðari !!!!!!

Handball3

Nú fara handboltamennin hamförum og gremjast mér ákaflega skrif Guðmundar Marinós á Sportinu í gær um dugleysi Rúv við sýningar á handboltaíþróttinni í "sjónvarpi allra landsmanna".

Því hef ég þetta að segja:

Ekki bara hefur RÚV verið duglegt við upphafningu handboltans, heldur hefur handboltinn hauk í horni hjá 365 Miðlum í ástmögur handboltans Guðjóni Guðmundssyni, sem varla getur sleppt íþróttafréttum á sínum miðli án þess að tala út í eitt um handboltann hérna heima og annarsstaðar, oft á kostnað körfuboltans. Því miður hef ég oft orðið þess var, að þegar að heil umferð hefur verið spiluð í körfunni, þá eru einungis úrslitin nefnd, stundum ekki einu sinni öll úrslitin....en nánast alltaf eru markahæstu leikmennirnir nefndir á nafn og hversu mörg mörk þeir skoruðu, ásamt úrslitum leikjanna nefnd, aðallega þegar að Gaupi er á vakt.....og þá eru einnig úrslit nefnd allstaðar í Evrópu, allt frá Slóveníu, til Þýskalands, þaðan til Danmerkur og alveg niður til Spánar. En eru nefnd úrslit í Euroleague í körfunni, eða úrslit leikja nefnd á Ítalíu þar sem að Jón Arnór spilar?? NEI!!!!

Guðmundi Marinó verður það tíðrætt, að myndavélar sjáist lítið á handboltaleikjum, það þykir nú bara tíðindum sæta ef að myndavélar sjást á körfuboltaleikjum utan Reykjavíkur, og ef þær sjást, þá er það kannski bara í 3-5 mínútur.

En súrast þykir mér, að sjónvarpsstöðvarnar hérna heima skuli ekki sjá skemmtanagildi íþróttarinnar með sömu augum og kollegar þeirra út í heimi, enda er körfuboltinn önnur stærsta boltaíþróttin á eftir knattspyrnunni, og hafa vinsældir körfunnar hérna heima aukist mun meira, en handboltans á síðustu árum.
 Vinsældaraukningu körfunnar, má þakka elju forsvarsmanna félaganna, fosvarsmanna KKÍ og ýmisa einstaklinga ásamt trú fyrirtækja á borð við Iceland Express, ásamt því að körfuknattleiksmenn hafa verið yfirburðaduglegir við að nýta sér internetið og hina ýmsustu tækni sér til framdráttar, og þá staðreynd að við höfum haldið keppnis-og deildarfyrirkomulagi okkar að mestu megni óbreyttu síðustu árin.

En handboltinn, þeir hafa rúntað í sínu "austur-evrópufari" alltof lengi, þeir hafa litla sem enga víðsýni, nýta sér á engan hátt tæknina eða markaðshyggjuna, þeir hafa þess í stað trúað og treyst á að handboltalandsliðið sjái um að auglýsa þá með eins góðum árangri og þeir mögulegast hafa getað náð og svo hafa þeir sogið hinn feita RÚV-spena í amk 15 ár, sem hefur gefið þeim amk 1-2 deildarleiki í viku hverri(oftast nær) ásamt öllum landsleikjum.

Körfuboltinn býður sínum áhagendum upp á greinagóðar umfjallanir á síðum eins og karfan.is og á síðum félaganna, ásamt því að mörg félögin halda úti textalýsingum frá leikjum sínum og nokkur eru meira að segja farin að bjóða upp á vef-tíví af leikjum liða sinna. Ásamt þessu er greinagóðri og frábærri tölfræði haldið úti og hún birt samdægurs á vef KKÍ.....sjáum við eitthvað þessu líkt hjá handboltanum? Nei, HSÍ er með steindauðann vef, eilíft skiptandi um keppnisfyrirkomulag, liðin hafa lítinn metnað fyrir heimasíðumálum sínum og tölfræði hjá handboltanum er nánast ómögulegt, ef ekki hreint út sagt gjörsamlega ómögulegt að nálgast nokkursstaðar.

Og sjónvarpsmál okkar, eða nær væri að segja vöntun á sjónvarpsmálum okkar, hefur verið hneisa. Margsinnis spurði ég forsvarsmenn KKÍ og forsvarsmenn Sýnar sem höfðu lengi vel réttinn á íslenzkum körfuknattleik hvort við fengjum ekki að sjá meira af íþróttinni í sjónvarpi?
 Og alltaf var svarið, við höfum verið mjög duglegir við að sýna frá körfunni og það á bara eftirað aukast. Á síðustu árum hefur ekkert verið sýnt frá deildarleikjum í körfunni nema ef RÚV hefur sýnt þá, og þá hafa þetta kannski verið 2-3 leikir, ásamt því að Rúv hefur alltaf sýnt Deildarúrslitabikarleikinn, svokallaðan Poweradebikar og eigum við þeim þökk fyrir það. En Sýn sýnir einungis frá úrslitakeppninni, eða hefur gert það hingað til, og það ekki einu sinni frá úrslitakeppninni frá byrjun, heldur sýna þeir kannski 1 leik í 8 liða úrslitum og sýna svo kannski helminginn af leikjunum í undanúrslitum áður en að kirsuberinu kemur í úrslitaviðureigninni kemur og fyrir þetta eigum við að vera þeim ævinlega þakklát...ég held nú ekki!!!!

Og ef einhver vogar sér að ræða um útlendingamálin hjá körfunni, þá eru þau í góðum málum, við höfum amk ákveðið takmark á okkar innflutningi á "erlendingum", t.d. með launaþakinu, sem er enn notað hjá flestum liðum......handboltinn og fótboltinn eru sjálfir búnir að fara hamförum í innflutningi sínum og ef mér skjátlast ekki, þá hafa verið fleiri útlendingar í þessum íþróttum, heldur en í körfunni.

Ég hef ávallt verið harður í mínum skoðunum og skef ekkert af þeim hérna heldur.

Skallinn Angry


Hinn nýji Skallagrímsbúningur

Þessi búningur verður frumsýndur á morgun í leiknum gegn Stjörnunni, en ég ætla að forsýna hann núna hérna á síðunni.

Vonandi í næstu viku, get ég svo forsýnt bæði gula Skallagrímsbúninginn og hina nýju Keflavíkurbúninga.

Og á næstunni munum við, Skallagrímsliðið, stjórnin og ég, svo fara í stuðningsmannabolavinnu, og mun ég leyfa ykkur að fylgjast með þeirri þróun.

Skallabúningur og Sandgerði 036


Nýjar Hannanir

Sæl öll.

Ég hef verið frekar latur við bloggskriftir, en hef ákveðið aftur á móti að sýna ykkur nýjustu hannanir mínar í körfuboltabúningum.

Ég setti þá alla í einkennisliti mína, sem eru Svartur og Rauður, og stundum hef ég gulan og hvítan til að "high-light-a". Og einnig setti ég lógóið mitt á búningana, ásamt númerinu #14 sem er mitt númer.

Ég er að hanna búninga fyrir nokkra aðila og ef þeir skyldu nú ramba inn á þessa síðu, þá er möguleiki á að þeim líki vel við einhverja af þessum hönnunum.

JW1Jw2JW3Jw4jw5Jw6JW8JW9JW7JW10JW11JW12JW13JW14JW15JW16JW17JW18JW19JW20JW21JW22JW23JW24JW25JW26JW27JW29JW30JW28

 

Kveðja
Skallinn


Meira um búninga frá Skallanum.

Nú er körfuboltinn að fara að byrja og Skallagrímur mætir Stjörnunni í Powerade-bikarnum á fimmtudaginn uppi í Borgarnesi.
  Líklegast er að hinir nýju Skallagrímsbúningar verði kynntir í fyrsta skipti að viðstöddu þessu venjulega fjölmenni sem alltaf eru á leikjum Skallagríms.

Ég hef einnig hannað nokkra skemmtilega búninga fyrir nokkur körfuboltalið og ætla að sýna þá hérna á síðunni.

Grindavíkuniform1Grindavíkuniform2Grindavíkuniform3Grindavíkuniform4Haukaruniform1Haukaruniform2Haukaruniform3Haukaruniform4ÍRuniform1ÍRuniform2KANjarðvíkuniform1NjarðvíkUniform2NjarðvíkUniform3Reynir-Sandgerðiskallagrímur4skallagrímurgulur1skallagrímur3jibúningur2Stjörnuuniform1Stjörnuuniform2Stjörnuuniform3Stjörnuuniform4Vestriuniform1Vestriuniform2Vestriuniform3Vestriuniform4Vestriuniform5Þór-AkureyriUniform1Þór-AkureyriUniform2Þór-AkureyriUniform3Þór-AkureyriUniform4

 

Vona að fólki líki þessir búningar.

Skallinn.


Hönnun búninga.

Ég hef verið að leika mér síðustu daga að hanna íþróttabúninga fyrir hin ýmsu íþróttafélög og klúbba, bæði fótbolta, handbolta og körfubolta.

Ég hef sett afurðirnar á myndasíðuna mína undir nafninu: Búningar. Endilega kíkið!!!

Set nokkur sýnishorn hérna á forsíðuna:

FjarðarbyggðFylkir1Grindavík2Valur3VíkingurÓlafsvík1VölsungurBreiðablikFjölnir1ÍBV

Takk fyrir

Skallinn


Valsmót búið og nýr leikmaður Skallagríms.

vALURINN2

Valsmótið kláraðist í dag, Stjarnan vann Valsmótið áðan eftir víst skemmtilegan leik við Þórsara. Það er bara vonandi fyrir Stjörnumenn að sagan endurtaki sig ekki, en þegar að Stjarnan var síðast að fara upp í Úrvalsdeildina, þá unnu þeir Valsmótið en féllu svo með að mig minnir einungis 1-2 sigurleiki úr Úrvalsdeildinni. Skallagrímur var ekki að gera neinar rósir, en það er svo sem ekkert að marka fyrsta æfingamót haustsins, líka þar sem að fæst liðin eru komin með fullmannaða hópa og hjá flestum sem komnir voru með kana eða Evrópumenn, þá voru þeir svo nýkomnir að þeir voru ekkert komnir inn í skipulag liðsins.

Á mánudag eða þriðjudag kemur nýr Bosmaður til okkar Skalla, hann ku vera franzkur og heita Allan Fall, hann ku líka vera snöggur, góður skotmaður og lunkinn við að finna opna menn. Og miðað við þær tölur sem ég hef fundið á netinu, sem hefur reynst mér erfiðara en venjulega, þar sem að ég kann ekkert í frönzku, þá er drengurinn með fínar tölur. En ef ég fer með rétt orð, þá er þetta væntanlega fyrsti Frakkinn í íslenzkum körfuknattleik!!! Smile
 Og nokkrar myndir af honum sem ég fann á netinu:
tn_allan1tn_nick_allantn_allanFall

Blackburn Rovers unnu Man City í dag með marki frá Benny MacCarthy. Ótrúlega frábært að vera með þennan hóp af markaskorurum. Benny, Santa Cruz, Jason Roberts, Matt Derbyshire, Morten Gamst, David Bentley og Maceo Righters.
 Einnig fínan varnarhóp með Christopher Samba, Robbie Savage, Ryan Nelsen, Andre Ooijer, Aaron Mokoena og auðvitað snillinginn Brad Friedel á milli stanganna.
 Sá áðan á SKY að Sven Göran var eigi ánægður með árangur sinna manna og sýndu svipbrigði hans það augljóslega.

Heyrði áðan fréttir úr amerízka fótboltanum að Jacksonville Jaguars hefðu sagt upp samningi sínum við Byron Leftwich, sem er búinn að vera þeirra aðal leikstjórnandi í langan tima. Hann hefur að vísu verið meiddur síðasta árið en þegar að menn segja upp samningi sínum við fyrrverandi "Franchise Player" þá eru það stórfréttir, aðallega líka eftir að Jack Del Rio þjálfari Jaguars, sagði að Leftwich yrði sinn aðalleikstjórnandi um ókomna tíð. Jaguars virðast vera í hörkuhreingerningum þessa dagana, því þeir létu 18 menn fara, þó að þeir geti að vísu endurráðið 8 þeirra til baka. Þeir létu til dæmis reynda menn á borð við wide receiver Charles Sharon, guard Dan Conolly og linebacker Nick Greisen.
 Spurning hvort þeir eru að veðja á réttan hest í þessu máli með nýliðann David Garrard, sem er þrýst inn í byrjunarliðsstöðu aðeisn 8 dögum fyrir fyrsta leik í deild.

Hef einnig verið að vinna að nýjum búningum fyrir Skallagrím, tel það mjög líklegt að af gerð þeirra verði og Skallagrímur muni klæðast flottustu búningum Iceland Express-deildarinnar. Hérna eru nokkrar hugmyndir:

skallagrímurAxel+skallagrímurFlake+skallagrímurHaffi+skallagrímurPálmiskallagrímurPétur+


Landsleikurinn í gær, Valsmót og Skallagrímsbúningar.

 Skallinnátexta2

Mikið hreint var þetta snilldarlegur leikur hjá landsliðinu í gær!!
 Finnst nú samt sárast að sjá að við Íslendingar skulum ekki eiga einn einasta almennilega dugandi stóran mann, þó svo að "Homeboy" Fannar Ólafsson hafi staðið sig með ágætis prýði. Mér er orðið það nokkuð ljóst að Friðrik Stefánsson verður aldrei sá miðherji sem allir hafa vonast eftir að hann yrði. Hann var fínn fyrir 2 árum, þegar að Njarðvíkingar fóru í úrslitin á móti okkur Sköllunum, en í fyrra var hann bara frekar slakur og miðað við leikinn í gær, þá hefur það ekkert skánað. Honum þó til afsökunar er það að fyrir 2 árum síðan, þá hafði hann möguleika á að æfa 2var á dag, ef ekki 3var, en í fyrra var vinnan orðin honum fjötur um fót og fékk hann lítið æft af þeim sökum.

En hvað sem stórum mönnum líður, þá var þetta fínn leikur og frábær sigur.

Í gær var ég beðinn um að hanna nýja búninga á Skallagrím í körfunni, sem ég sendi svo artworkið af frá mér í gær og voru menn bara nokkuð sáttir. Býst við að heyra í þeim aftur í kvöld. Set inn eina af mínum hugmyndum hérna fyrir neðan:

Skallagrímur1Skallagrímur2Skallagrímur5skallagrímur6skallagrímur7skallagrímur8SKALLAGRÍMUR4Skallagrímsskyrta12Skallagrímsskyrta2

Segið mér svo hvað ykkur finnst um þetta allt?? Cool

Nú fer að styttast í Valsmótið og ég ætla að reyna að láta sjá mig á laugardeginum, ef að veikindi mín koma ekki í veg fyrir það, langar mikið til að sjá þjálfarann okkar Ken Webb að störfum, hef heyrt að hann sé hinn mesti skörungur. Einnig eru Axel Kára og Darrel Flake mættir og af spurnum hef ég það að Flake sé massaður og í hrikalega góðu formi. Zekovic á svo að mæta í vikunni og vonandi verður hann kominn fyrir Valsmót. Einnig verður gaman að fá að sjá KFÍ-liðið, en ég tel að þeir verði hörkusterkir í vetur í 1.deildinni.
  Spurning hvort að 1. deildin verði ekki bara sterkari og skemmtilegri en Úrvalið, líkt og reyndin er í fótboltanum LoL

Mitt lið í enska boltanum, Blackburn Rovers eru að fara að spila í Evrópukeppninni í kvöld, annan leikinn gegn finnzka liðinu MyPa, en Blackburn heldur í 1 marks forystu eftir fyrri leikinn, það er þó gott að leikurinn í kvöld er á Ewood Park. Blackburn hefur byrjað ágætlega, eru með 5 stig í 9. sæti eftir einn sigurleik og 2 jafntefli, þokkalegur árangur, því ekki erum við komnir með tap í rassvasann.

Og svo er preseason-ið byrjað í amerízka fótboltanum. Mitt lið New England Patriots töpuðu fyrsta preseason leiknum á móti Tennessee Titans um daginn 24-27, tóku svo Carolina Panthers í bakaríið á föstudaginn var 24-7 og í kvöld er þriðji og síðasti preseason-leikurinn á móti New York Giants í Gilette Stadium í Foxborough í Massachusetts. Þetta verður erfiður vetur hjá Patriots, nema að nýju mennirnir geri einhverjar grillur, en Patriots hafa fengið til sín Randy Moss sem þeir skiptu á fyrir pick í nýliðavalinu í vor, Vinny Testaverde kom inn sem back-up leikstjórnandi og þó að hann sé gamall, þá hefur hann þetta enn í sér og Asante Samuel skrifaði undir nýjan samning en það hefur verið mikið ósætti á milli hans og stjórnendanna síðastliðið ár.

Kveð að sinni
 Skallinn


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband