Landsleikurinn í gær, Valsmót og Skallagrímsbúningar.

 Skallinnátexta2

Mikið hreint var þetta snilldarlegur leikur hjá landsliðinu í gær!!
 Finnst nú samt sárast að sjá að við Íslendingar skulum ekki eiga einn einasta almennilega dugandi stóran mann, þó svo að "Homeboy" Fannar Ólafsson hafi staðið sig með ágætis prýði. Mér er orðið það nokkuð ljóst að Friðrik Stefánsson verður aldrei sá miðherji sem allir hafa vonast eftir að hann yrði. Hann var fínn fyrir 2 árum, þegar að Njarðvíkingar fóru í úrslitin á móti okkur Sköllunum, en í fyrra var hann bara frekar slakur og miðað við leikinn í gær, þá hefur það ekkert skánað. Honum þó til afsökunar er það að fyrir 2 árum síðan, þá hafði hann möguleika á að æfa 2var á dag, ef ekki 3var, en í fyrra var vinnan orðin honum fjötur um fót og fékk hann lítið æft af þeim sökum.

En hvað sem stórum mönnum líður, þá var þetta fínn leikur og frábær sigur.

Í gær var ég beðinn um að hanna nýja búninga á Skallagrím í körfunni, sem ég sendi svo artworkið af frá mér í gær og voru menn bara nokkuð sáttir. Býst við að heyra í þeim aftur í kvöld. Set inn eina af mínum hugmyndum hérna fyrir neðan:

Skallagrímur1Skallagrímur2Skallagrímur5skallagrímur6skallagrímur7skallagrímur8SKALLAGRÍMUR4Skallagrímsskyrta12Skallagrímsskyrta2

Segið mér svo hvað ykkur finnst um þetta allt?? Cool

Nú fer að styttast í Valsmótið og ég ætla að reyna að láta sjá mig á laugardeginum, ef að veikindi mín koma ekki í veg fyrir það, langar mikið til að sjá þjálfarann okkar Ken Webb að störfum, hef heyrt að hann sé hinn mesti skörungur. Einnig eru Axel Kára og Darrel Flake mættir og af spurnum hef ég það að Flake sé massaður og í hrikalega góðu formi. Zekovic á svo að mæta í vikunni og vonandi verður hann kominn fyrir Valsmót. Einnig verður gaman að fá að sjá KFÍ-liðið, en ég tel að þeir verði hörkusterkir í vetur í 1.deildinni.
  Spurning hvort að 1. deildin verði ekki bara sterkari og skemmtilegri en Úrvalið, líkt og reyndin er í fótboltanum LoL

Mitt lið í enska boltanum, Blackburn Rovers eru að fara að spila í Evrópukeppninni í kvöld, annan leikinn gegn finnzka liðinu MyPa, en Blackburn heldur í 1 marks forystu eftir fyrri leikinn, það er þó gott að leikurinn í kvöld er á Ewood Park. Blackburn hefur byrjað ágætlega, eru með 5 stig í 9. sæti eftir einn sigurleik og 2 jafntefli, þokkalegur árangur, því ekki erum við komnir með tap í rassvasann.

Og svo er preseason-ið byrjað í amerízka fótboltanum. Mitt lið New England Patriots töpuðu fyrsta preseason leiknum á móti Tennessee Titans um daginn 24-27, tóku svo Carolina Panthers í bakaríið á föstudaginn var 24-7 og í kvöld er þriðji og síðasti preseason-leikurinn á móti New York Giants í Gilette Stadium í Foxborough í Massachusetts. Þetta verður erfiður vetur hjá Patriots, nema að nýju mennirnir geri einhverjar grillur, en Patriots hafa fengið til sín Randy Moss sem þeir skiptu á fyrir pick í nýliðavalinu í vor, Vinny Testaverde kom inn sem back-up leikstjórnandi og þó að hann sé gamall, þá hefur hann þetta enn í sér og Asante Samuel skrifaði undir nýjan samning en það hefur verið mikið ósætti á milli hans og stjórnendanna síðastliðið ár.

Kveð að sinni
 Skallinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, verð að segja að fyrstu tveir búningarnir eru flottastir sem varabúningu og svo aðalbúningur.

Kveðja frá DK

Freyr (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Kiddi Jói

Ætlaru að búa til boli handa stuðningsfólkinu. Endilega hannaðu einn á okkur familíuna svo við getum vakið athygli á stuðningi okkar við Skallana.

Go Borgarnes

Kiddi Jói, 31.8.2007 kl. 16:43

3 identicon

Þetta eru rosalega flottar hugmyndir - bendi þó á að samkvæmt reglum verður heimalið að leika í ljósum búningi og gestalið í dökkum. Slíkt útilokar röndóttu hugmyndina - þó hún sé ansi töff.

Hlakka samt til að fá svona bol.... ;)

Guðni Guðmunds (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:53

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Fyrsti og fjórða. Og nota Bolabítinn sem stuðningsmannaboli.

Bragi Einarsson, 31.8.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Maren

Sæll Jói..Búningarnir eru notla allir flottir.En ef ég ætti að velja yrði það nr 5 og 6. En Bolabíturinn er geggjaður!

Maren, 2.9.2007 kl. 13:21

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Get nú ekki sagt neitt um búninga, en get óskað þér til hamingju með sigur Blackburn áðan og að vonandi sértu ekki mikið lasin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.9.2007 kl. 16:06

7 Smámynd: Jóhann Waage

Já takk fyrir það Magnús, ánægður með Blackburn og þá sérstaklega MaCarthy, sá á SKY áðan að Sven Göran var síður en svo happy með árangur dagsins
 Hvað varðar veikindin, þá jú, ég er frekar alvarlega veikur, var í það minnsta fluttur á bráðadeild í nótt sökum alvarlegs vökvaskorts, þannig að ég frekar mikið frá þessa dagana
 En takk kærlega fyrir kveðjuna

Jóhann Waage, 2.9.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband