Valsmót búið og nýr leikmaður Skallagríms.

vALURINN2

Valsmótið kláraðist í dag, Stjarnan vann Valsmótið áðan eftir víst skemmtilegan leik við Þórsara. Það er bara vonandi fyrir Stjörnumenn að sagan endurtaki sig ekki, en þegar að Stjarnan var síðast að fara upp í Úrvalsdeildina, þá unnu þeir Valsmótið en féllu svo með að mig minnir einungis 1-2 sigurleiki úr Úrvalsdeildinni. Skallagrímur var ekki að gera neinar rósir, en það er svo sem ekkert að marka fyrsta æfingamót haustsins, líka þar sem að fæst liðin eru komin með fullmannaða hópa og hjá flestum sem komnir voru með kana eða Evrópumenn, þá voru þeir svo nýkomnir að þeir voru ekkert komnir inn í skipulag liðsins.

Á mánudag eða þriðjudag kemur nýr Bosmaður til okkar Skalla, hann ku vera franzkur og heita Allan Fall, hann ku líka vera snöggur, góður skotmaður og lunkinn við að finna opna menn. Og miðað við þær tölur sem ég hef fundið á netinu, sem hefur reynst mér erfiðara en venjulega, þar sem að ég kann ekkert í frönzku, þá er drengurinn með fínar tölur. En ef ég fer með rétt orð, þá er þetta væntanlega fyrsti Frakkinn í íslenzkum körfuknattleik!!! Smile
 Og nokkrar myndir af honum sem ég fann á netinu:
tn_allan1tn_nick_allantn_allanFall

Blackburn Rovers unnu Man City í dag með marki frá Benny MacCarthy. Ótrúlega frábært að vera með þennan hóp af markaskorurum. Benny, Santa Cruz, Jason Roberts, Matt Derbyshire, Morten Gamst, David Bentley og Maceo Righters.
 Einnig fínan varnarhóp með Christopher Samba, Robbie Savage, Ryan Nelsen, Andre Ooijer, Aaron Mokoena og auðvitað snillinginn Brad Friedel á milli stanganna.
 Sá áðan á SKY að Sven Göran var eigi ánægður með árangur sinna manna og sýndu svipbrigði hans það augljóslega.

Heyrði áðan fréttir úr amerízka fótboltanum að Jacksonville Jaguars hefðu sagt upp samningi sínum við Byron Leftwich, sem er búinn að vera þeirra aðal leikstjórnandi í langan tima. Hann hefur að vísu verið meiddur síðasta árið en þegar að menn segja upp samningi sínum við fyrrverandi "Franchise Player" þá eru það stórfréttir, aðallega líka eftir að Jack Del Rio þjálfari Jaguars, sagði að Leftwich yrði sinn aðalleikstjórnandi um ókomna tíð. Jaguars virðast vera í hörkuhreingerningum þessa dagana, því þeir létu 18 menn fara, þó að þeir geti að vísu endurráðið 8 þeirra til baka. Þeir létu til dæmis reynda menn á borð við wide receiver Charles Sharon, guard Dan Conolly og linebacker Nick Greisen.
 Spurning hvort þeir eru að veðja á réttan hest í þessu máli með nýliðann David Garrard, sem er þrýst inn í byrjunarliðsstöðu aðeisn 8 dögum fyrir fyrsta leik í deild.

Hef einnig verið að vinna að nýjum búningum fyrir Skallagrím, tel það mjög líklegt að af gerð þeirra verði og Skallagrímur muni klæðast flottustu búningum Iceland Express-deildarinnar. Hérna eru nokkrar hugmyndir:

skallagrímurAxel+skallagrímurFlake+skallagrímurHaffi+skallagrímurPálmiskallagrímurPétur+


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kiddi Jói

Ertu til í að hanna stuðningsmannabol handa mér og mínum????

Kiddi Jói, 3.9.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Kiddi Jói

Hvað er bosmaður? bara spyr.

Kiddi Jói, 3.9.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Jóhann Waage

Bosmað'ur er leikmaður frá efnahagssvæði Evrópusambandsins og því löglegur til vinnu allsstaðar í Evrópu, þar á meðal á Íslandi.

Jóhann Waage, 3.9.2007 kl. 19:20

4 identicon

Blackburn er algjørt skitalid!!!! Haltu tig vid kørfuboltann johann og ekkivera ad raula um hluti sem tu hefur ekkert vit å!!!! SEI BIPPO!!!!

Elgurinn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:45

5 identicon

Sæll og blessaður!

Alltaf gaman að rekast á annan Blackburn stuðningsmann, hvern leggst tímabilið í þig? Ég er bara nokkuð bjartsýnn að við nágum allavega 6sætinu.

Mér finnst þessir búningar hjá þér bara nokkuð töff, mér þætti gaman að sjá hvernig Leiknisbúningurinn í körfunni kæmi út hjá þér ;)

Allavega áfram Blackburn og Leiknir

Sammi Blackburn fan (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:12

6 Smámynd: Jóhann Waage

Já sælir, mér líst frábærlega á tímabilið, það amk byrjar mjög vel. Ég held að ég geti verið sammála Morten Gamst um það að Blackburn sé með eina bestu ef ekki bestu sóknarframlínuna í enzka boltanum í dag og að Blackburn eigi hiklaust að stefna á topp 4.

Ég er að vinna í nokkrum fótbolta, handbolta og körfuboltabúningaútfærslum fyrir íþróttafélög og Leiknir er þar á meðal, þannig að fylgstu vel með.

Skallinn.

Jóhann Waage, 10.9.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Jóhann Waage

Og Maggi minn, hvað er þetta með alla Arsenal menn, getið þið ekki tekið því að Blackburn spilar bara physical contact bolta og gaurar eins og van Persie og Wenger geta ekkert annað gert en að væla.

Blackburn rules

Jóhann Waage, 10.9.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband