Ég nánast gæti ekki orðið reiðari og pirraðari !!!!!!

Handball3

Nú fara handboltamennin hamförum og gremjast mér ákaflega skrif Guðmundar Marinós á Sportinu í gær um dugleysi Rúv við sýningar á handboltaíþróttinni í "sjónvarpi allra landsmanna".

Því hef ég þetta að segja:

Ekki bara hefur RÚV verið duglegt við upphafningu handboltans, heldur hefur handboltinn hauk í horni hjá 365 Miðlum í ástmögur handboltans Guðjóni Guðmundssyni, sem varla getur sleppt íþróttafréttum á sínum miðli án þess að tala út í eitt um handboltann hérna heima og annarsstaðar, oft á kostnað körfuboltans. Því miður hef ég oft orðið þess var, að þegar að heil umferð hefur verið spiluð í körfunni, þá eru einungis úrslitin nefnd, stundum ekki einu sinni öll úrslitin....en nánast alltaf eru markahæstu leikmennirnir nefndir á nafn og hversu mörg mörk þeir skoruðu, ásamt úrslitum leikjanna nefnd, aðallega þegar að Gaupi er á vakt.....og þá eru einnig úrslit nefnd allstaðar í Evrópu, allt frá Slóveníu, til Þýskalands, þaðan til Danmerkur og alveg niður til Spánar. En eru nefnd úrslit í Euroleague í körfunni, eða úrslit leikja nefnd á Ítalíu þar sem að Jón Arnór spilar?? NEI!!!!

Guðmundi Marinó verður það tíðrætt, að myndavélar sjáist lítið á handboltaleikjum, það þykir nú bara tíðindum sæta ef að myndavélar sjást á körfuboltaleikjum utan Reykjavíkur, og ef þær sjást, þá er það kannski bara í 3-5 mínútur.

En súrast þykir mér, að sjónvarpsstöðvarnar hérna heima skuli ekki sjá skemmtanagildi íþróttarinnar með sömu augum og kollegar þeirra út í heimi, enda er körfuboltinn önnur stærsta boltaíþróttin á eftir knattspyrnunni, og hafa vinsældir körfunnar hérna heima aukist mun meira, en handboltans á síðustu árum.
 Vinsældaraukningu körfunnar, má þakka elju forsvarsmanna félaganna, fosvarsmanna KKÍ og ýmisa einstaklinga ásamt trú fyrirtækja á borð við Iceland Express, ásamt því að körfuknattleiksmenn hafa verið yfirburðaduglegir við að nýta sér internetið og hina ýmsustu tækni sér til framdráttar, og þá staðreynd að við höfum haldið keppnis-og deildarfyrirkomulagi okkar að mestu megni óbreyttu síðustu árin.

En handboltinn, þeir hafa rúntað í sínu "austur-evrópufari" alltof lengi, þeir hafa litla sem enga víðsýni, nýta sér á engan hátt tæknina eða markaðshyggjuna, þeir hafa þess í stað trúað og treyst á að handboltalandsliðið sjái um að auglýsa þá með eins góðum árangri og þeir mögulegast hafa getað náð og svo hafa þeir sogið hinn feita RÚV-spena í amk 15 ár, sem hefur gefið þeim amk 1-2 deildarleiki í viku hverri(oftast nær) ásamt öllum landsleikjum.

Körfuboltinn býður sínum áhagendum upp á greinagóðar umfjallanir á síðum eins og karfan.is og á síðum félaganna, ásamt því að mörg félögin halda úti textalýsingum frá leikjum sínum og nokkur eru meira að segja farin að bjóða upp á vef-tíví af leikjum liða sinna. Ásamt þessu er greinagóðri og frábærri tölfræði haldið úti og hún birt samdægurs á vef KKÍ.....sjáum við eitthvað þessu líkt hjá handboltanum? Nei, HSÍ er með steindauðann vef, eilíft skiptandi um keppnisfyrirkomulag, liðin hafa lítinn metnað fyrir heimasíðumálum sínum og tölfræði hjá handboltanum er nánast ómögulegt, ef ekki hreint út sagt gjörsamlega ómögulegt að nálgast nokkursstaðar.

Og sjónvarpsmál okkar, eða nær væri að segja vöntun á sjónvarpsmálum okkar, hefur verið hneisa. Margsinnis spurði ég forsvarsmenn KKÍ og forsvarsmenn Sýnar sem höfðu lengi vel réttinn á íslenzkum körfuknattleik hvort við fengjum ekki að sjá meira af íþróttinni í sjónvarpi?
 Og alltaf var svarið, við höfum verið mjög duglegir við að sýna frá körfunni og það á bara eftirað aukast. Á síðustu árum hefur ekkert verið sýnt frá deildarleikjum í körfunni nema ef RÚV hefur sýnt þá, og þá hafa þetta kannski verið 2-3 leikir, ásamt því að Rúv hefur alltaf sýnt Deildarúrslitabikarleikinn, svokallaðan Poweradebikar og eigum við þeim þökk fyrir það. En Sýn sýnir einungis frá úrslitakeppninni, eða hefur gert það hingað til, og það ekki einu sinni frá úrslitakeppninni frá byrjun, heldur sýna þeir kannski 1 leik í 8 liða úrslitum og sýna svo kannski helminginn af leikjunum í undanúrslitum áður en að kirsuberinu kemur í úrslitaviðureigninni kemur og fyrir þetta eigum við að vera þeim ævinlega þakklát...ég held nú ekki!!!!

Og ef einhver vogar sér að ræða um útlendingamálin hjá körfunni, þá eru þau í góðum málum, við höfum amk ákveðið takmark á okkar innflutningi á "erlendingum", t.d. með launaþakinu, sem er enn notað hjá flestum liðum......handboltinn og fótboltinn eru sjálfir búnir að fara hamförum í innflutningi sínum og ef mér skjátlast ekki, þá hafa verið fleiri útlendingar í þessum íþróttum, heldur en í körfunni.

Ég hef ávallt verið harður í mínum skoðunum og skef ekkert af þeim hérna heldur.

Skallinn Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marinó Ingvarsson

Ég held að þú sért að misskilja grein mína. Hún var á engan hátt samanburður á handbolta og körfubolta. Körfuboltinn situr við sama borð og handboltinn hvað það varðar að umfjöllun um hann í sjónvarpi er til skammar.

Körfuboltinn líkt og handboltinn er frábær skemmtun og ætti sér eflaust enn fleiri aðdáendur myndi RÚV fjalla eins vel um körfuna og fótboltann en eins og fram kemur í grein minni er fótboltanum sinnt frábærlega á sumrin og er ekkert við það að athuga. Að mínu mati ætti að gera handbolta og körfubolta jafn hátt undir höfði og fótboltanum en svo er ekki.

Ég vil taka undir með þér að KKÍ hefur staðið sig frábærlega í allri markaðsetningu og þjónustu við áhugamenn, sérstaklega eftir að Sigurbjörn Jónsson tók við sem formaður og réð Friðrik Inga Rúnarsson sem framkvæmdarstjóra. Þeir og aðrir starfsmenn eiga hrós skilið á sama tíma og HSÍ hefur ekki staðið sig sem skyldi.

Aftur á móti er fullkomlega eðlilegt að vel sé fjallað um handboltalandsliðið á Rúv eins og gert er því liðið er alltaf í úrslitakeppnum stórmóta. Körfuboltalandsliðið fengi eflaust sömu umfjöllun með sama árangri. Það er aftur á móti misskilningur að vel sé fjallað um N1 deildina. Einstaka leikur er sýndur beint en það sem ég er að kalla eftir er betri umfjöllun um alla leiki með sérstökum þætti í líkingu við "14-2" í fótboltanum. Allir leikir ættu að vera teknir upp frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og auðvitað á að gera það sama á öllum körfuboltaleikjum.

Rúv stendur sig ekki, hvort sem það er Iceland Express deildin eða N1 deildin. Stutt innslög í 10 fréttum fullnægir engum þörfum. Svo þegar það kemur að umfjöllun um kvennasportið þá eru þessir menn ekki með. 

Guðmundur Marinó Ingvarsson, 25.10.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Jóhann Waage

Hilmar Þórlindsson, ég bara hef ágætis hugmynd um það sem ég skrifa, enda andans maður.

Guðmundur Marinó, má vera að ég hafi misskilið greinina, en þar sem að ég get reynst vera sjálfhverfur á stundum, þá má vera að ég hafi litið á greinina frá mínu bæjarhlaði, en ekki horft yfir bæjarlækinn til nágrannanna í handboltanum.
  En ég ku einnig vera maður sem viðurkennir mistök sín, og viðurkenni ég að ég óð lækinn af ansi miklum krafti á tíma í pistli mínum. Auðvitað sitja þessar 2 boltagreinar við sama borð og margt af því sem þú skrifaðir í svari þínu til mín var góðra gilda vert, en við margt annað sit ég nú samt fastur við.

Handboltinn er ágætis skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af þeirri boltagrein, en eins og ég hef oft sagt við svila minn Freyr Brynjarsson Haukamann, þá næ ég ekki undirstöðureglum handboltans og mun án efa aldrei gera, þar sem að ég hef lagt líf mitt íþróttalega séð við 2 aðrar boltagreinar, körfubolta og football, bæði sem leikmaður, stjórnarmaður og áhagandi.

En höldum áfram að styðja við íþróttirnar okkar, við komumst á þann stall sem við ætlum okkur með dug og eljusemi.

Gangi ykkur vel

Skallinn.

Jóhann Waage, 25.10.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013

Jói þú ert hefðir átt að skrifa þessa grein fyrst á word skjal og svo lesa yfir og tala við mig áður.

Í fyrsta lagi þá fá félögin lítið sem ekkert af þeim litlu peningum sem ruv borgar fyrir réttinn af handboltanum. Karfan væri alveg í sömu sporum og handboltinn. Ef Rúv væri með körfuna þá myndu þeir eflaust sýna svipað og þeir sýna frá handboltanum í dag. Rúv er sjónvarp allra landsmanna og því skyldugir að sýna fjölbreytta dagskrá. Sem sagt sitt lítið af hverju og helst sem minnst af öllu nema fótbolta. Í fótboltaleikjum eru myndavélar allann leikinn í öllum umferðum í öllum leikjum. Skil ekki afhverju þeir geta ekki gert það sama í handbolta og körfu. Jói þú talar um að Gaupi sjái ekkert nema handbolta þá er mjög skiljanlegt að segja frá þeim liðum og þeim mönnum sem eru að spila í bestu deildum í heimi og gera þeim góð skil, enda eru fjöldi manns að spila í þýskalandi og Danmörku en aðeins einn í körfunni á spáni. Jón Arnór fær iðulega umfjöllun þegar hann er að gera góða hluti þarna úti.

Svo er það annað með blöðinn hér heima þá eigið þið körfuboltamenn fleiri menn þar sem eru körfuboltavænir en þeir sem eru handboltavænir og svo er náttúrulega fótboltinn allsráðandi. Það er gert meira úr umfjöllun um æfingaleik hjá fótboltalandsliðinu en landsleik í körfu og handbolta.

Í sambandi við tölfræðina í handboltanum þá er rétt að karfan er langt á undan í þeim efnunum en það sem þú greinilega veist ekki er að í ár er búið að leggja mikla vinnu í að félögin taki saman tölfræði og öll lið eiga að taka upp leiki sína og senda inn á HSÍ. Þar getur hver sem er nálgast leiki. Öll umgjörð hefur tekið stakkaskiptum og því handboltinn á réttri leið. Ef þú kíkir inn á HSÍ þá og ferð inn á t.d. Hauka sérðu breytingu á skipulagi gagnvart tölfræðinni (efast reyndar um að þú hafir nokkru sinni kíkt þar inn :). HSÍ er komið með svipað kerfi og KKÍ

 Og með útlendingamálin þá hlýtur þú að vera grínast. Það eru að næstum 3 útlendingar í hverju lið í körfunni en í handboltanum er það hending ef útlendingur er að spila. 12 lið og 33 útlendingar (ég taldi þá á kki.is)

Ekki reyna segja mér eða öðrum að handboltinn sé með þetta marga útlendinga. Og það að handboltinn sé ekki með launaþak er bara það að handboltinn þarf það ekki, Íslensk handbolta lið eru ekki að misnota þetta kerfi eins og karfan gerði. Enda eru engir peningar  í handboltanum til þess.

P.s. Jói ég get ekki gert að því að þú ólst upp í Borganesi þar sem íþróttakennarinn hefur greinilega ekki farið yfir reglurnar í handbolta með þér. Þetta er bara eins og ég þekki ekki reglurnar í krikket því ég hef ekki sóst eftir því. Ef þú vilt þá er ekkert mál fyrir þig að kíkja í heimsókn og ég skal fara yfir undirstöðu reglurnar í handbolta með þér.

P.p.s. Farðu endilega að kíkja í heimsókn með BUZZ svo ég geti rústað þér enn og aftur.

Kv. Freyr B

HAUKAR - Meistaraflokkur karla 2012-2013, 2.11.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Merkilegur pistill hjá Frey.

Fyrir það fyrsta, getur þú talið upp þessa körfuboltavænu fjölmiðlamenn? Ég get talið upp mikið fleiri handboltavæna en körfuboltavæna.

Þú segir að það séu 33 útlendingar í IE deild karla, það gera 2,67 á lið.

Í N1 deild karla eru 8 lið og 15 útlendingar sem gera 1,87. Getum sagt að það séu 2 í hverju liði í handbolta, 3 í körfubolta. Finnst það nú ekki stórkostlegt.

Hér er hægt að benda á liðin úti á landi þar sem heilu flokkarnir hverfa "suður" til náms þegar ákveðnum aldrei er náð.

Það gerist ekki í handbolta því hann er varla stundaður úti á landi.

RÚV má eiga það að þeir hafa staðið sig vel í körfunni undanfarið, með fínar myndir í fréttum. Eflaust eins með handboltann, horfi bara sjaldnast á heilu fréttatímana.

Rúnar Birgir Gíslason, 3.11.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Gleymdi einu áðan varðandi að það væri talað um JAS þegar hann gerir eitthvað. Það er skárra núna en það var en það er þulið upp hvað handboltamenn skora í þýsku þriðjudeildinni á meðan ekki er minnst á Íslendinga í næst efstu og þriðju efstu deild á Spáni í körfunni og í efstu deild í Ungverjalandi og Danmörku t.d.

Rúnar Birgir Gíslason, 3.11.2007 kl. 22:00

6 identicon

Já Rúnar það eru semsagt fleiri útlendingar í körfunni. Jói hélt því fram að það væru jafnvel fleiri í handboltanum. Finnst ekkert að því að hafa útlendinga vildi bara leiðrétta hann Jóa.

Í sambandi við fjölmiðlana þá er ég að tala um moggan og fréttablaðið. Þar hafið þið nokkra vel valda sem fjalla vel um körfuna. Eins og sést undanfarið þá er t.d. talað um hverjir leggja mest til síns liðs og þess háttar. Gott mál og væri gaman ef þetta væri gert um handboltann líka.

Það er synd að handbolti sé ekki stundaður út á landi eins og þú segir enda þjóðaríþrótta okkar kannski fyrir utan íslensku glímuna.

Það er nú ekki mikið talað um þá menn sem spila í 3 deildinni. það kemur jú í fréttablaðinu og mogganum en ég hef ekki heyrt mikið um það í sjónvarpinu. Staðreyndin er sú að í Þýsku bundisliguni þá eru íslendingarnir flestir að ég held 14 eða voru það allavegna. Núna eru jú Snorri og Ásgeir farnir til Danmerkur. Þú talar um íslendinga í næst efstu og þriðjuleild á spáni og efstu deild í Ungverjalandi og Danmörku, hverjir eru að spila þar sem eru þá í íslenska landsliðinu í körfu fyrir utan Jón Arnór?

Freyr (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:48

7 identicon

Gleymi auðvitað vini mínum honum Loga Gunnars. En annars veit ég ekki um fleiri landsliðsmenn í körfunni.

Freyr (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:03

8 Smámynd: Jóhann Waage

Ástæðan kæri svili, fyrir umfjölluninni um framlag leikmanna fyrir sín lið í körfunni í blöðunum, er hin frábæra tölfræði sem tekin er í körfunni og gerir blaðamönnum fært að fjalla um og búa til krefjandi umfjöllun.

Þeir sem ég man eftir úti í löndum að spila, eru Logi Gunnars, Jón Arnór, Pavel Ermolinskij, Damon Johnson, Jakob Örn Sigurðsson, Halldór Karls og Kevin Grandberg, ásamt því að Alexander vinur minn Ermolinskij er að þjálfa kvennalið í efstu deild í Rússlandi. 

Jóhann Waage, 4.11.2007 kl. 23:39

9 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég er enn að velta fyrir mér hvaða körfuboltakappa þú ert að tala um. Íþróttadeild Moggans og Fréttablaðsins er báðum stýrt af handboltamönnum t.d.

Svara þessu ekki með þjóðaríþróttina. Er ekki sömu skoðunar.

Neita að trúa að allir þessir 14 séu í landsliðinu svo það þarf ekki að vera skilyrði að menn spili í landsliði til að fá umföllun.

Þú mundir eftir Loga, í næst efstu deild á Spáni eru Pavel Ermolinskij og Damon Johnson. OK Damon hefur ekki verið að gera góða hluti gagnvart landsliði en Pavel er þarna.

Jakob Örn Sigurðarson er í Ungverjalandi.

Helgi Freyr Margeirsson er í dönsku úrvalsdeildinni, ég er 99% viss um að ljósvakamiðlarnir hafa aldrei minnst á hann.

Bið þig svo að lesa karfan.is á morgun, þar mun birtast pistill eftir mig. Hann verður einnig að finna á blogginu mínu á rungis.blog.is

Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 00:05

10 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Fyrst þú nefnir Kevin, Dóra og fleiri Jói þá getum við haldið áfram. Darrell Lewis er í A2 á Ítalíu. Einir Guðlaugs í 1. deild í DK, Grétar Guðmunds í 2. deild í DK. Birgir Örn Birgisson er að þjálfa í Þýskalandi. Mirko Virijevic spilar með Bayern Munchen. Gunnur Bjarnadóttir og Guðbjörg Stefánsdóttir spila í 2. deild í DK

En þetta með tölfræði í handbolta, ég sé hana ekki á síðunni þeirra. Sem ég kíki oft og iðulega á en mér finnst tölfræðin bara koma svo seint þar inn.

Rúnar Birgir Gíslason, 5.11.2007 kl. 09:28

11 identicon

Rakst inn á þessa síðu af frétt um körfuboltabúning keflavíkur (sem eru mjög flottir).

En vill fyrst benda á það að 3 af 5 hlýtur að teljast umtalsvert meira en 2 af 7 (ef við gefum okkur það að ekki sé verið að flytja inn leikmenn til að verma varamannabekkinn).  Þá er einnig mun mikið erfiðara að manna handboltalið úti á landi en körfu af þeirri einföldu ástæðu að þú þarft lágmark 14 manna æfingahóp í hverjum flokki og skýrir það ásamt lítilli stærð húsa lengi vel, það hversvegna karfan hefur yfirhöldina á landsbyggðinni.  Hinsvegar í stærri þéttbýlum eins og á Höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Akureyri er handboltinn margfalt stærri.

 En varðandi gagnrýni körfuboltamanna á umfjöllun rúv um handbolta, þá spyr ég á móti, er eðlilegt að Rúv, sem borgað hefur (þó lítið sé) fyrir réttinn af N1 deildinni í handbolta sinni henni eins illa og raun ber vitni (þeir hafa jú borgað, afhverju ekki að sína meira en ca 1 leik í mánuði?)?

Ef ég hef skilið málið rétt, þá hefur Sýn réttinn af körfunni og því nær að gagnrýna þá fyrir að sinna því ekki nægilega vel.  Hinsvegar þrátt fyrir mikinn áhuga á handbolta og lítinn á körfu, skal það viðurkennt hér að ég hef séð einn leik úr Expressdeildinni nú í vetur á Sýn, en engan úr N1 deild karla í handbolta, enda þeir fáu (man eftir einum, gætu verið tveir) sem sýndir hafa verið, hafa verið á vonlausum tíma eða í bullandi samkeppni við enska boltann um miðjan dag um helgi (í staðinn fyrir að mig minnir fimmtudagskvöld frá körfunni).

Mál málanna og það sem allir stuðningsmenn vetraríþrótta hljóta að geta verið sammála um er að umfjöllun um Landsbankadeildina í íslensku sjónvarpi er til mikillar fyrirmyndar, fyrirmynd sem óskandi væri að tekin væri upp um efstu deildir í hand og körfubolta einnig. ps ofangreind umfjöllun á eingöngu við um karladeildirnar, umfjöllun um kvennaboltann (ef hún var til staðar) hefur að mestu farið fram hjá mér

Pétur F. (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband