Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Hæ hæ
Datt inn á þessa síðu, vissi ekki að þú værir að blogga. Kv. Júllan (konan hans Jónasar)
Júlíana Rut Jónsdóttir, fös. 30. nóv. 2007
Velkominn!
Flottar hugmyndir hjá þér með búningana. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Ég vil bjóða þig hjartanlega velkominn til Grindavíkur og vona að þú þurfir ekki að búa hér við illan leik. Við Grindvíkingar erum þekktir fyrir að taka vel á móti fólki og ég vona að þú sért þar engin undantekning. Að sjálfsögðu styður þú þitt lið Borgarnes, maður myndi sjálfur gera slíkt ef að maður flytti í annað bæjarfélag. En það er gott að fá íþróttaáhugafólk til okkar og vonandi mætir þú á leiki hér í vetur. Við erum jú öll körfuáhugafólk sama hvaða lið við styðjum. Enn og aftur vertu velkominn til okkar og haltu áfram að henda fram góðum hugmyndum.
Dagbjartur Willardsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. sept. 2007